25.5.2011 | 18:08
Verðbólgan nú er bein afleiðing af útlánaþenslu banka fyrir hrun
Verðbólguhringurinn:
Fyrst aukast útlán í bankakerfinu mjög verulega einstaklingar og fyrirtæki með greiðan aðgang að lánsfé auka neysluna og fjárfestingar af ýmsu tagi. Það sem er í ótakmörkuðu framboði - eins og Cheerios eða innflutt hveiti hækkar lítið í verði. Það sem er í takmörkuðu framboði ss: fasteignir, jarðir, gæðingar og fyrirtæki hækka aftur á mikið á meðan á þessu stendur þegar fólk vopnað auðfengnu lánsfé greiðir sífellt hærra verð í samkeppni við alla hina; sem einnig eru vopnaðir lánsfé í stórum stíl. Laun hækka að sama skapi líka í samræmi við aukin umsvif í samfélaginu. Allir græða, enginn tapar og allir eru mjög hamingjusamir með góðærið. (Þetta voru árin 2003-7 á Íslandi)
Svo kemur vendipunkturinn þegar skuldsetning í kerfinu er orðin það mikil að útlánaþenslunni lýkur. Hvernig og hvenær það gerist er ræðst af mörgum þáttum. Inn í það spila væntingar að sjálfsögðu og/eða náttúruhamfarir, aðstæður á erlendum mörkuðum, uppskerubrestur, styrjaldir, eða hver veit hvað það er sem loks veldur því að ljósin eru kveikt á ballinu og barnum lokað. (hér var það alþjóðleg fjármálakreppa sem velti ónýtum bönkum á hliðina)
Næst er það seinni helmingurinn. Þá dragast útlán bankakerfisins saman og peningamagn í umferð minnkar. Alveg þráðbein afleiðing af því er aukið atvinnuleysi og enginn eða neikvæður hagvöxtur. Skatt-tekjur hins opinbera dragast saman, laun eru frosin, öll velta í samfélaginu dvínar. Einstaklingar og fyrirtæki fara í þrot og útlánatöp í bankakerfinu vaxa. Enginn græðir, allir tapa og drungi færist yfir samfélagið.
Loks fara yfirskuldsett fyrirtæki og einstaklingar að hækka verðskrárnar/krefjast hærri launa til þess að reyna að ná endum saman. Sem keyrir upp hið almenna verðlag enn frekar -- og verðbólgan sem var búin til löngu áður -þegar kúrekarnir í bönkunum lánuðu öllum sem hafa vildu og mest sjálfum sér - kemur í mælana hjá Hagstofunni. (Þetta er Ísland í dag) Samvæmt kapítalískum hugmyndum á í þessu ferli að eiga sér stað hreinsun þar sem allir sem eiga það skilið fara á hausinn, bæði einstaklingar, fyrirtæki og fjármálastofnanir þar til ákveðnum botni er náð en þá er verðbólguhringum lokað og veislan getur hafist á ný.
<O>
Þó svo að Ísland sé sérstakt, með sína litlu krónu, vitfirringslegar erlendar lántökur og risavaxið bankakerfi sem hrundi - sem spilar inn í söguna- þá er hún samt alþjóðleg og þetta hefur gerst ótal sinnum áður um víða veröld. Grunn lögmálið er ávallt hið sama - lögmálið um framboð og eftirspurn. Aukið framboð af peningum (útlánum) leiðir til að þeir falla í verði fyrr eða síðar =verðbólga. Ferlið allt tekur nokkur ár.
Þegar greiningardeildir fárast yfir verðbólgu sakir þess að kaffið sé að hækka í Bónus eða að Nonni verkamaður sé að fá 5% launahækkun -en gefa því engan gaum hvernig útlánum bankakerfisins er háttað - er tímabært að fara með æðruleysisbænina og sætta sig við að sumu fær maður aldrei breytt.
![]() |
Vaxandi verðbólga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 25. maí 2011
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar