20.12.2011 | 12:04
Argentína hefur neyðst til að stóla á innlenda fjármögnun!
Niðurlag fréttarinnar segir:
En argentínska leiðin hefur þó sína galla. Þannig hafa opinber útgjöld aukist um 35% ári og í ár var verðbólgan í landinu á bilinu 25-30%. Argentína hefur einnig verið hrakið af alþjóðamörkuðum og neyðst til þess að stóla á innlenda fjármögnun frá t.d. lífeyrissjóðum og seðlabanka landsins.
Þegar litið er yfir ástandið í fjármálakerfi heimsins þessa dagana hvar alþjóðleg bankakreppa ríður húsum og fjöldi ríkja er gjaldþrota gagnvart útlöndum þá veltir maður fyrir sér hversu mikil neyð þetta er fyrir Argentínu til lengri tíma. Eða svo að maður líti sér nær og skoði þær hrikalegu vaxtagreiðslur sem Ísland þarf að reiða af hendi í skiptum fyrir útflutning á vörum og þjónustu um þessar mundir eftir gengdarlaust erlent lánasukk. Það skyldi þó ekki vera að þetta væri einmitt aðferðin til að reka samfélag?
Sagan af Commonwealth bankanum í Ástralíu sem var gagngert stofnaður til að sporna gegn erlendri lánsþurrð sýnir að hægt er að fara aðrar leiðir. Hér er hún á Íslensku.
![]() |
Argentína vinnur sig út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 20. desember 2011
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar