2.12.2010 | 10:23
Engin óskráð gæludýr?
Ef ég man rétt þá er það réttarfarsleg regla í BNA -og e.t.v. víðar- að húsleit beinist einungis að því sem snýr að efni ákærunnar. Þetta þykir góð regla og miðar að verndun friðhelgi heimilis og persónu. Hér á landi er þessi regla ekki til staðar og nú gerist það að ákæra frá Smáís leiðir til þess að fíkniefni finnast og vafalaust verða hlutaðeigandi ákærðir fyrir vörslu þeirra. Óvíst er hvort að meintur lögbrjótur höfundaréttar sé sá sami og á fíkniefnin. Það gæti þess vegna verið meðleigjandi eða gestur á heimili, þannig verður til nýtt sakamál alls óháð því sem lagt var upp með.
Þetta vekur upp spurningar um það hversu langt lögregla gengur í húsleit yfirleitt. Ef engin afmörkun er á því að hverju þeir eru að leita þá opnast sá möguleiki að þeir umsnúi heimilum fólks í leit að mögulegum sakarefnum og ákæri síðan að geðþótta. Ætli þessar húsleitir hafi einskorðast við leit að tölvugögnum og fíkniefnum? Hvað með skotvopn, bókhaldssvindl, óskráð gæludýr.. os frv?
Í þessu samhengi rifjast upp Baugsmálið. Upphaflega heimilaði dómari húsleit í höfuðstöðvum fyrirtækisins á grundvelli framburðar Jóns Geralds og framlagningar hans á reikningum. Söguna þekkja flestir, ákæruvaldið komst þannig yfir öll gögn fyrirtækisins og næstu ár rigndi ákærum yfir forsvarsmenn fyrirtækisins fyrir allt aðra og óskylda hluti af ýmsu tagi, þar kom líka til að ákæruvaldið getur ákært aftur og aftur fyrir sömu brot. Án þess að fullyrða um það þá sýnist mér að það sama gæti gerst hjá hvaða fyrirtæki sem er og á hvaða heimili sem er. Þannig er friðhelgi heimilis og persónu ofurseld duttlungum ákæruvaldsins ef það kemur fæti inn fyrir dyr í krafti húsleitarheimildar.
![]() |
Níu húsleitir vegna ólöglegs niðurhals |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 2. desember 2010
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 39158
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar