5.8.2021 | 18:10
Hver eru svo rökin fyrir bólusetningu barna?
Bólusetning við Covid, eins og hún hefur verið útskýrð hingað til gegnir tvíþættu hlutverki.
Hið fyrra er að bóluefni hindra smit og þar með smitun annarra og stuðla þannig að hjarðónæmi sem er vörn fyrir alla. Samfélagsleg vörn. Í ljós hefur komið að bóluefnin, bæði hér og t.d. í Ísrael eru nær algerlega gagnslaus í þessi tilliti. Enn er á reiki hvort finna megi tölfræðilega marktækni á Íslandi sem lyftir þessari gagnsemi upp af núllinu. Svo varla stendur til að bólusetja börn og ungmenni til smitvarna? Eins og stendur er ekkert sem bendir til að það geri nokkurt gagn.
Hið seinna er að draga úr áhrifum þeirra einkenna eða sjúkdóms sem fylgir Covid smiti. Nú vill svo vel til að börnum og ungmennum stafar nánast engin hætta af covid, alls engin í neinum samanburði í raun. Og samkvæmt rannsóknum er skýringin einfaldlega sú að ung ónæmsikerfi slátra þessari veiru tiltölulega létt. Iðulega án þess að eigandinn verði var við það. Svo varla er brýn þörf á að vernda blessuð börnin, sem hreinlega þurfa hana alls ekki.
Ofan í kaupið er komið í ljós að besta vörnin fyrir einstaklinga og samfélag er náttúrlegt ónæmi þeirra sem hafa sýkst af veirunni án bólusetningar (minna vitað um bólusetta). Fyrir utan örfáar lítt staðfestar flökkusögur um endursmit, er það nærri skothelt og langvirkt. Þessi hópur smitast ekki aftur, smitar ekki aðra og er að öllum líkindum með fjölvirkt mótefnasvar sem ræður við stökkbreytt afbrigði veirunnar næstu áratugi. Berið þetta saman við gagnsemina af bóluefnum þegar full-bólusett fólk hrúgast nú inn á spítala.
Því ekki að bólusetja börn gæti einhver spurt, svona just in case? Nei, með bóluefni enn á tilraunastigi og með þegar þekktar aukaverkanir og minna þekktar langtímaverkanir er það áhættumat ekki upp á marga fiska. Vafinn er ekki bólusetningum í vil. Mögulega ráðþrota heilbrigðisyfirvöldum en ekki börnunum.
Ég skora á yfirvöld og foreldra að leita eftir röksemdum í þessu efni og vega þær vandlega. Það er talsvert undir, ekki satt?
![]() |
Stefna á að bólusetja börn í lok ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.8.2021 | 19:58
Hvert er hlutfall bólusettra af innlögðum sjúklingum?
Þegar löngu, leiðinlegu og erfiðu ferðalagi þjóðarinnar gegnum covid virtist lokið og hjarðónæmi væri náð með bólusetningum þá blossar upp rétt ein smitbylgjan eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Í ljós virðist komið að bóluefnin gera lítið gagn í því að búa til hið langrþáða hjarðómæmi. Nokkuð sem er vondur skellur fyrir þreytta þjóð.
Ljóst er að við erum ekki komin á leiðarenda eins og margir héldu. Nú vitum við ekki einu sinni hvað er í raun framundan. Og ég heyri á fólki að þolinmæðin er heldur á undanhaldi.
Mitt mat á stöðunni er að aldrei hefur verið meiri þörf á gagnsæi og hispursleysi af hálfu heilbrigðisyfirvalda - ef hugmyndin er að þau og þjóð haldi áfram að ganga í takt. Þetta er orðin spurning um traust.
Núna er ekki tíminn til að fara að halda aftur upplýsingum sem margir bíða óþreyjufullir eftir. Stóra spurningin er vitaksuld, hver er verndin af bóluefnunum. Ég vil fá að vita það og vil sjá tölurnar héðan yfir það. Hráar og ómengaðar.
Svo, hvert er hlutfall bólusettra af innlögðum covid sjúklingum á Landspítalanum?
![]() |
Einn á gjörgæslu í öndunarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar