16.3.2016 | 15:11
Prófum aðra aðferð við að meta þessar launahækkanir
Algerlega óvísindalegt slump á mánaðarlaun þessara hópa er t.d. svona: Verkafólk 250.000, stjórnendur 800.000,
Þá lítur fyrsta klausa fréttarinnar svona út:
Laun verkafólks hækkuðu mest frá árslokum 2014 til ársloka 2015, eða um 27.500kr, en laun stjórnenda minnst, eða um 47.200kr. ...
Er þetta satt?
![]() |
Laun verkafólks hækkað mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2016 | 14:07
Er uppbygging við Hringbraut lausn á bráðavanda spítalans?
Helsta röksemdin gegn breyttum plönum við byggingu nýs Landspítala er tímaskortur. Lengi sé búið að plana, of seint að hætta við, allir mælar löngu fullir og kominn tími á framkvæmdir. Gott og vel.
Hér er bráðavandi spítalans, sem er mjög raunverulegur og okkur til skammar, orðinn að lyftistöng fyrir óheppilega staðsetningu spítalans til framtíðar. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Hringbraut eru þó ekki miðaðar til að taka á bráðavanda spítalans. Gangi plön eftir verður hægt að byrja að nota eitthvað af þeim eftir hvað, 5 ár? Í millitíðinni verður allt á rúi og stúi á Landspítalalóðinni vegna framkvæmdanna sem munu síðan standa mun lengur. Bráðavandinn mun því fara áfram versnandi.
Hvað með að líta á bráðavanda spítalans sem sérstakt og aðskilið mál og leysa það með byggingu einfaldra bygginga við Landspítalann til að fleyta honum yfir næstu ár. Einfalda ódýra fermetra til að brúa bilið. Eins hratt og kostur er.
Finna síðan góðan stað fyrir Landspítalann til framtíðar (Vífilsstaðir, Keldnaholt ...) og byggja þar nýjan spítala frá grunni. Sú framkvæmd ætti ekki að þurfa að taka lengri tíma en fyrirhugaður bútasaumur við Hringbraut. Líkur eru á að útkoman yrði miklu betri.
Þetta væri hægt í landi þar sem stjórnmál eru list hins mögulega. Ekki hins ómögulega eins og virðist vera raunin hér.
![]() |
Frestun fullkomið ábyrgðarleysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2016 | 15:42
Stöðvum slysið við Hringbraut
Engra skýringa þarf að leita í hreppapólitík, eða pólitík yfirleitt - þau efnisatriði sem Sigmundur rekur standa sjálf sem frambærilegar röksemdir gegn Hringbrautarslysinu. Fyrsta varðan á þeirri leið var sá skipulagslegi óskapnaður sem er hinn nýi hluti Hringbrautar. Einskonar flugbraut til viðbótar við þær sem fyrir voru í Vatnsmýri sem spannar óhemju landflæmi í hjarta borgarinnar. Rækilega stífluð við sitt hvorn enda á álagstímum!
Næst má nefna það sem kemur í hugann í hvert sinn sem sækja þarf þjónustu á Landspítalann sem er bílastæðavandinn. Sem er nú þegar ærinn. Ótal hringi hef ég ekið um plönin í leit að bílastæði og oft hugsað; hvar á svo að leggja þegar búið er að byggja öll ósköpin til viðbótar?
Eins og Sigmundur rekur mun þessi fyrirhugaða framkvæmd verða bútasaumur, rándýr og tæknilega erfiður með ómældu raski fyrir íbúa og sjúklinga á Landspítalanum. Í leiðinni verður að gera við og breyta og bæta núverandi byggingar með enn meira raski og tilkostnaði. Þeir sem hafa baslast í verklegum framkvæmdum að einhverju ráði vita væntanlega hverskonar krókaleiðir og ranghala þeir þurfa að elta til að ljúka slíkum verkum. Kostnað er illmögulegt að áætla fyrirfram og megin reglan er sú að hann fer langt fram úr áætlunum. Jafnvel raunsæjum áætlunum. Á móti kemur síðan að þó núverandi byggingar henti ekki lengur fyrir spítalarekstur óbreyttar eru þær sannarlega á dýrum stað og ríkið ætti að fá umtalsverða fjármuni fyrir þær fari málið þá leið að byggt verði annarsstaðar.
Og í þessu öllu skal berjast til að koma fyrir nýjum spítala þar sem er í raun ekki pláss fyrir hann, þar sem möguleikar á frekari stækkun í framtíðinni eru hverfandi og fyrirséð er að spítalinn í fyrirhugaðri mynd verði hvort eð er of lítill eftir tvo áratugi eða svo. Á stað sem sífellt færist fjær því að vera nokkurskonar miðja höfuðborgarsvæðisins. Stað þar sem tafir vegna umferðar eru þegar reglan á álagstímum og munu áreiðanlega fara versnandi.
Óskiljanlegt er hversu lengi og hversu langt þessar dellu-hugmyndir hafa komist. Gott væri að fólk tæki niður pólitísk hestagleraugu og legði pólitíska sagnfræði á hilluna um stundarsakir og melti það sjálfstætt í hjarta sínu hvort að þessar fyrirhuguðu framkvæmdir séu virkilega besta leiðin í þessu stóra máli. Í dag og til framtíðar.
![]() |
Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar