20.12.2011 | 12:04
Argentína hefur neyðst til að stóla á innlenda fjármögnun!
Niðurlag fréttarinnar segir:
En argentínska leiðin hefur þó sína galla. Þannig hafa opinber útgjöld aukist um 35% ári og í ár var verðbólgan í landinu á bilinu 25-30%. Argentína hefur einnig verið hrakið af alþjóðamörkuðum og neyðst til þess að stóla á innlenda fjármögnun frá t.d. lífeyrissjóðum og seðlabanka landsins.
Þegar litið er yfir ástandið í fjármálakerfi heimsins þessa dagana hvar alþjóðleg bankakreppa ríður húsum og fjöldi ríkja er gjaldþrota gagnvart útlöndum þá veltir maður fyrir sér hversu mikil neyð þetta er fyrir Argentínu til lengri tíma. Eða svo að maður líti sér nær og skoði þær hrikalegu vaxtagreiðslur sem Ísland þarf að reiða af hendi í skiptum fyrir útflutning á vörum og þjónustu um þessar mundir eftir gengdarlaust erlent lánasukk. Það skyldi þó ekki vera að þetta væri einmitt aðferðin til að reka samfélag?
Sagan af Commonwealth bankanum í Ástralíu sem var gagngert stofnaður til að sporna gegn erlendri lánsþurrð sýnir að hægt er að fara aðrar leiðir. Hér er hún á Íslensku.
![]() |
Argentína vinnur sig út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2011 | 21:19
Heilsuferðir fyrir auðtrúa Bandaríkjamenn?
Það er ansi sérstakt að sjá íslensk stjórnvöld veita þessu framtaki "hvatningarverðlaun í heilsuferðaþjónustu". Við lestur þessarar stuttu fréttaklausu vaknar spurningin; hvað er heilsuferðaþjónusta, eða hvaða merkingu leggja stjórnvöld í hugtakið?
Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að verkefnið Heilsa og trú felist í að bjóða heilsuferðir fyrir trúaða Bandaríkjamenn þar sem hver hluti verkefnisins sé nátengdur heilbrigði og trú með sterkri tilvísun í íslenska náttúru og menningu. Um sé að ræða 14 daga hreinsandi meðferð, kennslu á andlega sviðinu og leiðtogaþjálfun samhliða föstu.
Án þess að vita hvað felst raunverulega bak við þessa skrautlegu frasasúpu - sem gæti sem best verið samsoðin á markaðskontór - þá þykir mér ólíkegt að nokkur eining sé meðal heilbrigðisstétta um gagnsemi þessarar meðferðar og réttmæti eða siðferði þess að tengja hana heilsu yfirleitt.
Sé það hugmyndin að byggja hér upp trúverðuga heilsutengda ferðaþjónustu þá hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér hvaða kröfur skal gera til hennar þannig að hún rísi undir nafni.
Nú er það hugsanleg, þó að mér sé ekki kunnugt um það, að heilsuþarfir trúaðra Bandaríkjamanna séu með öðru sniði en okkar hinna en við lestur fréttarinnar sýnist mér markaðshjalið fremur beinast að auðtrúa Bandaríkjamönnum en trúuðum. Kannski er það gott og blessað - en vinsamlegast ekki gera það undir gæðastimpli Íslenskra stjórnvalda í tengslum við heilsutengda ferðaþjónustu.
![]() |
Heilsa og trú fékk hvatningarverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2011 | 14:24
Bestu þakkir til starfsólks deilar 13E á Landspítalanum.
Fyrir rúmri viku var ég fluttur láréttur inn á Meltingar- og nýrnadeild 13E á Landspítalanum. Eins og gefur að skilja kom þetta ekki til af góðu einu heldur höfðu nýrun tekið sér ótímabært frí og ástandið var hreint ekki gott.
Á öðrum degi var ég sendur í aðgerð sem skilaði bráðum og góðum bata og í morgun brokkaði ég síðan lóðréttur út af deildinni við góða heilsu. Framundan er lyfjameðferð og ég er bjartsýnn á að ég fái fulla bót meina minna.
Nú er það almennt þannig að sjúkrahúslega er ekki ofarlega á óskalistanum hjá fólki og það er virkilega góð tilfinning að útskrifast út af spítala. Í mínu tilviki er það vitnisburður um þá frábæru þjónustu sem ég fékk á 13E að það var ekki laust við að ég finndi til söknuðar þegar ég kvaddi.
Eftir að hafa fylgst með starfinu á þessari annasömu deild í vikutíma og séð alla þá fagmennsku og alúð sem sjúklingar njóta í sínum uppákomum fyllist maður þakklæti og virðingu.
Bestu þakkir fyrir mig og kærar kveðjur á 13E.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar