11.10.2014 | 10:15
Ofstæki gagnvart skotvopnaeign og ofurtrú á regluverk.
Hér er verið að bregðast við vanda sem ekki er til. Skotvopnaeign almennings á Íslandi hefur verið dæmalaust farsæl, óhöpp fátíð og glæpir framdir með skotvopnum sömuleiðis. Höfum í huga að skotvopnaskráning og eftirlit með skotvopnum var algerlega í molum hér á Íslandi um áratugaskeið - sem virðist ekkert hafa komið að sök! Fróðlegt væri að sjá tölfræði sem sýndi svart á hvítu gagnsemi skotvopnaskráningar og eftirlits eftir að því var kippt í liðinn fyrir nokkrum árum. Hver skyldi nú árangurinn vera?
Ólíklegt er að þessar reglubreytingar hafi nein áhrif til þess að bæta ástand sem flest ríki teldu alveg frábært. Í því samhengi má nefna að í bandaríkjunum benda menn á að það sé til lítils að hrúga upp regluverki sem þrengir að réttindum manna til að eiga og bera skotvopn. Rökin eru einfaldlega þau að þeir sem á annað borð færu eftir reglunum eru ólíklegir til að brjóta lög og fremja glæpi. Afbrotamenn muni síðan hvort eð er verða sér úti um skotvopn eftir hentugleikum hvað sem öllu regluverki líður. Niðurstaðan verði afvopnun löghlýðinna borgara en engin breyting gagnvart glæpaklíkum!
Þessi röksemdarfærsla er auðvitað ekki skotheld, en hún er samt athyglisverð. Í þessu samhengi má velta því fyrir sér hvort að það hefði ekki verið alveg ljómandi gott að hafa eins og einn eða tvo "byssuóða" bandaríkjamenn (sem bera skotvopn dags daglega) í Útey þegar Breikvik reikaði þar um og slátraði varnarlausu fólki tvist og bast. Kannski hefðu líkin orðið færri ef fleiri hefðu verið vopnaðir á þessum hörmulega degi en bara hann í Útey!? Þessi vangavelta hljómar afar skringilega fyrir okkur friðslæla íslendinga en er hún eitthvað skrítnari en að nota Úteyjar drápin sem röksemd fyrir hertum vopnalögum hér?
Síðan er það yfirskriftin, réttlætingin fyrir breytingunum: almannahagur og öryggi. Við (ríkisvaldið) erum að gera þetta fyrir ykkur, til að þið verðið örugg! Stundum velti ég því fyrir mér hvað það er sem ekki er hægt að banna/reglusetja undir formerkjum ógnar og skelfingar, undir þeirri rós að það sé verið að tryggja öryggi þitt? Þessi rök eru orðin óhuggulega algengt og sjálfsögð á Íslandi og því miður fáir sem andmæla þeim. Ég bíð (ekki) spenntur eftir því að kerfið uppgötvi - sér til skelfingar - öll þau hættulegu tól og tæki seld eru í verslunum landsins. Með sömu rökum og bara örlítið meiri ógnar- og skelfingarvæðingu þarf brátt að sækja um sérstakt leyfi til að kaupa sér hamar.Sem kunnugt er þá eru hamrar, að ekki sé talað um slaghamra , stórhættuleg verkfæri!
Hvers vegna ekki?
Það sem gleymist er fórnarkostnaður almennra (frjálsra?) borgara á Íslandi og réttur þeirra til að haga lífi sínu eftir eigin hentugleik svo framarlega sem það skerðir ekki rétt annarra. Þessi síðari vinkill viðrist víðs fjarri íslenskum reglusmiðum - nema hugsanlega þegar kemur að ákveðnum viðskiptum og fjármálavafstri þar sem hagsmunaaðilar andæfa og eiga aðgang að eyrum ráðamanna. Nei, spor Jóns og Gunnu sem þurfa að: sækja námskeið í þessu og fá vottorð fyrir hinu, borga skráningu hér os.frv. eru ósköp lítils metin. Tími þeirra og auknir erfiðleikar við að sinna sínu lífi og áhugamálum er lítils virði þegar íslenskir reglusmiðir eiga í hlut. En það sem líklega er verst - er sú tilfinning Jóns og Gunnu að þau séu ekki í bílstjórasætinu í sínu eigin lífi og að þau eigi sífellt að beygja sig undir ákvarðanir misviturra reglusmiða sem enginn kannast við að hafa kosið til slíkra hluta!
Víðfemt bann við aðgengi almennings að eldgosinu í Holuhrauni er annar angi af nákvæmlega sama meiði. Ógn, skelfing og öryggi eru sett á oddinn en ánægja og frelsi íslenskra borgara er fótum troðið. Það skrítna er að sjá suma klappa yfir herlegheitunum þegar þeir eru sviftir frelsi sínu.
![]() |
Vopnalög þrengd í þágu almannahags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sitt lítið af hverju
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar