Lánið sem frestast um mánuð

Í samhengi við síðustu færslu ætla ég ekki að missa lýs úr hári yfir því. Ég hef áður lýst miklum efasemdum um skynsemi þess að taka þessi risalán frá IMF og nágrannaþjóðum til að láta Seðlabankann og IMF afhenda þau þeim erlendu fjárflóttamönnum sem enn eru fastir í íslenskum krónum hér innanlands.

Ég sé að í athugasemd á bloggi Egils Helgasonar er vitnað í Lilju Mósesdóttur af facebook síðu hennar.

 AGS hefur enn ekki tengt saman frestun á umfjöllun um efnahagsáætlun Íslands og Icesave. Mun líklegra er að umfjölluninni sé frestað, þar sem í ljós hefur komið að skuldastaða þjóðarbúsins og ríkissjóðs er mun verri en AGS gerði ráð fyrir í nóvember 2008. Sjóðurinn vill því vera viss um að matið á skuldastöðunni sé rétt og það mun aðeins tíminn leiða í ljós. Við megum heldur ekki gleyma að taka á 600 milljarða að láni hjá AGS og “vinaþjóðum” til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn og að ekkert af lánunum verður notað til að endurreisa íslenskt atvinnulíf!!! Gjaldeyrisvarasjóðinn á að nota til að koma í veg fyrir algjört gengishrun krónunnar þegar gengið verður gefið frjálst og til að borga af Icesave ef útflutningstekjurnar duga ekki til.

Þetta er í takt við minn skilning á málinu. Persónulega missi ég ekki svefn yfir því þó að þeir erlendu vaxtamunabraskarar sem hér áttu peninga inni í krónunni fái ekki meðgjöf í boði íslenskra skattgreiðenda með erlendu lánsfé frá IMF og vinaþjóðum.

Ofboðslegar upphæðir af skuldum bankanna og fyrirtækja munu (vonandi) brenna upp í þrotabúum gömlu bankanna. Til allrar hamingju reynist erfitt að tengja þær við ríkisábyrgð eða neitt þvíumlíkt. Út af stendur icesave skuldapakkinn sem er okkur þungur í skauti. Fyrirhuguð risalán gegnum IMF og frá vinaþjóðum eru aftur tekin út á ríkið og það verður engin leið að víkjast undan því að greiða þau að fullu; með eignasölu ef ekki vill betur. Ég tel að ríkið eigi að forðast í lengstu lög að taka nokkur slík lán. Krónugengið má súrra niður - og það sem virkilega þarf að gera er að græja hagkerfið í að þola einmitt það. Í kjölfarið á gengisfellingum - sem þurfa þó ekki nauðsynlega að vera miklar til viðbótar því sem þegar er - má búast við verðbólgu sem er hækkar þá laun og vöruverð uns jafnvægi næst á ný. Það sem á stendur málið er að sjálfsögðu hagsmunir innanlands á milli fjármagnseigenda og skuldara.

Þetta fólk situr bara í sama bát og ætti að leysa sín mál innan hans í stað þess að reyna að redda málinu með risalántökum erlendisfrá sem greiða þarf fyrir með útflutningi á vörum og þjónustu. Aðrar leiðir kunna að vera færar, sú dýrasta er tvímælalaust á teikniborðinu í svokölluðu endurreisnarplani IMF. Erlend lán til að falsa upp gengi krónunnar á frjálsum markaði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Skýr og góð færsla hjá þér.

Er þetta ekki málið, leysa þessa útlendinga út með krónuna í botnverði í nokkra mánuði, láta þá borga 500 kr fyrir hverja evru? Þegar því er lokið mun krónan styrkjast fljótt og við komin með eðlilegt gengi á henni innan árs.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Ég þekki ekki ódýrari "viðurkenndar" leiðir til að leysa vandann Friðrik. Hversu langan tíma þetta tekur, eða hvert gengið verður þori ég ekki að spá fyrir um.

Að gera þetta samhliða því að útrýma verð- og gengistryggingu lána mun leysa þann ógnarhnút sem íslenska hagkerfið er komið í. Líklegast á nokkrum misserum með talsverðri verðbólgu. Að sjálfsögðu þýðir þetta gríðarlegar eignatilfærslur á pappírunum -fjármagnseigendur tapa, skuldir falla að verðgildi - en í reynd tel ég það ekki umflúið. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Útlánaþensla bankanna á liðnum árum var uppskrift að þessu og verður ekki aftur tekin.

kv.

Ólafur Eiríksson, 31.7.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 38891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband