Ástæðulaus ótti um hlutverk Evu Joly

Sigurður G. Guðjónsson sendir frá sér hugleiðingu á pressunni um Joly sem hann kallar; "She ain´t a Jol(l)y good fellow".  

Grein Sigurðar byrjar illa því að í upphafi hennar er rangfærsla.

Þjóðin heillaðist af málflutningi Joly, enda sagði hún að endurheimta  mætti  fjármuni, sem geymdir væru á fjarlægum eyjum og væru ávöxtur afbrota óheiðarlegra íslenskra bankamanna og útrásarvíkinga.

Hún sagði þvert á móti það ólíklegt að endurheimta mætti fjármuni svo nokkru næmi. Það var því eitthvað annað sem fólk hreifst af í málflutningi hennar.

Sigurður segir í greininni að hún sé; "hin nýja íslenska gyðja réttlætisins"  Á pressunni er líka grein eftir Ólaf Arnarson um Evu Joly sem byrjar á orðunum. "Alltaf þurfa Íslendingar að missa sig í tóma vitleysu." og eftir umfjöllun á því hvernig íslendingar missa sig í vitleysu segir Ólafur; "Við spyrjum engra spurninga um Evu Joly. Við trúum á hana. Ekki bara trúum við á hana – við tilbiðjum hana." 

Báðir teikna þeir Sigurður og Ólafur upp trúarlega mynd af áliti almennings á Evu Joly og hafa þar nokkuð til síns máls, en sneiða samt hjá aðalatriðinu. Eva Joly sagði nefnilega það sem svo margir höfðu sagt áður að hér þyrfti stórkostlega rannsókn með stuðningi erlendra sérfræðinga á banka- og hringrásarævintýrum síðustu ára. Samkvæmt hefðinni er furðu auðvelt að hunsa almannaróm á íslandi og þumba honum í farveg ofan í glatkistuna jafnvel þó að um augljós réttlætismál sé að ræða. Sú aðferð reyndist ófær eftir að Eva Joly tók undir fullum hálsi í Silfri Egils, þá var ekki unnt að þumbast lengur. Hún er því einskonar ísbrjótur vilja almennings inn í vök íslenskrar refsivörslu. Það er hennar helsta hlutverk.

Það skiptir litlu hvort að hún skilur innansveitarkróniku íslensks réttarfars, kann sig í hrútastíu íslenskra lögmanna, eða lætur einhver ummæli falla sem eru of sönn til að vera góð. Það verður annað fólk sem sér um framkvæmd rannsóknarinnar og mögulega saksókn mála. Því er engin ástæða til að óttast um að ekki verði farið að íslenskum réttarvenjum og þarf enga naflaskoðun á Evu til þess eins og Ólafur leggur til. Á meðan hún gegnir hlutverki ísbrjótsins er alveg upplagt að kalla hana gyðu íslensks réttlætis. Í því felst meira raunsæi en átrúnaður. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þú ert skýr og greinagóður. Takk fyrir þetta.

Gísli Ingvarsson, 14.6.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Takk Gísli

Ólafur Eiríksson, 14.6.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 38859

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband