Nú væri gott að hafa alvöru ríkisstjórn

Í Kastljósi gærkvöldsins komu fram margvíslegar upplýsingar sem bregðast þarf við. Við blasir að myndarlegur hópur íslendinga hefur stofnað til aflandsfélaga í hundraðavís. Félaga sem að öllu jöfnu miðast að því að forðast skattgreiðslur, dylja eignarhald og fleira í þeim dúr. Skyndilega liggja nú fyrir verulegar upplýsingar um þessi félög og eigendur þeirra.

Nýgengnir dómar sýna að stórkostlegt misferli átti sér stað í fjármálakerfinu árin fyrir bankahrun og stórar fjárhæðir fóru á milli félaga í vafasömum viðskiptum. Þó nokkuð hafi verið gert fer því fjarri að sú saga hafi verið gerð upp til fulls. Mjög líklegt er að hinn stóri gagnaleki frá lögfræðifirmanu á panama gæti fyllt út í þá mynd að einhverju leyti. Upplýst um frekara misferli eða varpað skýrara ljósi á það sem þegar er vitað, hugsanlegt er að þarna dúkki upp eitthvað af þeim fjármunum sem rötuðu á svokallaða peningahimna og svo eru það náttúrulega skattamálin sem eru brýnt réttlætismál.

Sæmileg ríkisstjórn í lýðræðisríki, ríkisstjórn sem starfar fyrir þorra umbjóðenda sinna - almenning. Svoleiðis ríkisstjórn mundi varla bíða boðanna heldur einhenda sér í að afla þessara gagna og hefja starfið tafarlaust.

Höfum við þannig ríkisstjórn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband