Uppfćrsla stjórnarskrár er tímabćr

Fyrir nokkrum árum varđ mér ţađ á ađ lesa íslensku stjórnarskrána. Líklega var ţađ kringum fyrstu synjun forseta á lögum frá alţingi, en ţá var einmitt deilt um málskotsréttinn sem margir töldu ađ vćri einungis táknrćnn.

Plaggiđ vakti furđu mína ţví ţar er í sífellu tönnlast á forseta, rétt eins og hann vćri sjálfur sveifarásinn í stjórnkerfisvél landsins. Ţetta ţótti mér skrítiđ enda vanur ţví ađ forseti vćri til friđs sem settlegur veislustjóri á hátíđisdögum og gróđursetti tré ţess á milli.

Stjórnarskráin fannst mér lýsa öđru stjórnarfyrirkomulagi en ţví sem var viđ lýđi og ţurfti ég ađ lesa langar sögur og elta uppi lögskýringar; alla leiđ upp í Sigurđ Líndal til ađ fá heillega brú milli plaggsins og veruleikans!

Viđ synjun forseta á fjölmiđlalögunum frćgu kom síđan í ljós ađ ţessi brú var byggđ út í loftiđ, annar endinn hafđi enga landfestu. Ţegar á hólminn var komiđ var ţađ bókstafur stjórnarskrárinnar sem gilti. Málskotsréttur forseta var ţarna skýr hvađ sem öllum hefđum og túlkunum leiđ.

Ţađ kom mér ţví ekki á óvart ađ alţingi, eđa öllu fremur stjórnmálaflokkarnir settust á rökstóla eftir synjun og ţrefuđu um breytingar á stjórnarskránni. Ţađ var reyndar gert fyrir luktum dyrum og krafist var trúnađar um viđhorf flokkanna til breytinganna. Fátt hefur lekiđ um ţessa vinnu sem engu skilađi. Vinnubrögđ af ţessu tagi vitna ekki um neitt annađ en grundvallar misskilning, eđa gagngera fyrirlitningu á samfélagssáttmála ţjóđarinnar.

Ţrátt fyrir ýmsar hrakfarir og óljósa framvindu - eru vinnubrögđin kringum ţćr breytingar sem er kosiđ um í dag vćgast sagt gífurleg framför frá ţeim ósköpum sem stjórnmálaflokkarnir buđu upp á síđast.

Tillögur stjórnlagaráđs eru dćmigerđ málamiđlun, ganga mun skemur á ýmsum sviđum en ég kysi og lengra á öđrum. Öfugt viđ ţađ sem sumstađar er haldiđ fram er ţó gamla stjórnarskráin hryggjarstykkiđ í nýja plagginu og ţví fráleitt ađ tala um "byltingu" eđa "atlögu" ađ stjórnskipan landsins sem er nćr óbreytt.

Nćgilega margt er ţar betra og skýrara en í ţeirri gömlu til ađ mćta á kjörstađ og segja JÁ viđ ţeirri spurningu hvort leggja skuli tillögurnar til grundvallar "nýrri" stjórnarskrá.

Hvađa skođun sem fólk kann ađ hafa á tillögunum er mikilvćgt ađ mćta á kjörstađ, sinnuleysi um stjórnarskrá er ekki í bođi ţegar traust á alţingi er viđ frostmark.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 38905

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband