Heimskreppan síst á undanhaldi.

Þrátt fyrir lítilsháttar flugeldasýningu kringum ákvörðun ESB; að Evrópski seðlabankinn kaupi skuldabréf kreppuríkja eru lítil efni til að fagna í álfunni. Kvaðirnar sem fylgja þessum stuðningi eru líklegar til að kollvarpa þeim ríkisstjórnum sem þyggja hann. Á ráðamönnum Spánar og Ítalíu má skilja að þá langi ekki baun. Upplausnin á evrusvæðinu er því óbreytt og engin vandamál hafa enn verið leyst.

Ein og sér væru vandræði Evrópu nægilega erfitt viðfangsefni, en það eru fleiri blikur á lofti. Rafmagnsnotkun, tölur um lestarferðir, kolanotkun, og ýmislegt fleira bendir sterklega til þess að enginn hagvöxtur sé lengur í Kína -þvert á opinberar tölur- og að fyrirsjáanleg brotlending Kínverska hagkerfisins sé á þegar hafin. Hvernig spilast úr því er engin leið að spá fyrir um en ljóst að þar í landi fjarar vindurinn úr massívri eignabólu með tilheyrandi skemmtilegheitum og áhrifum á bankakerfið.

Samdráttur í Kína eru að sjálfsögðu vondar fréttir fyrir öll önnur hagkerfi, jafnvel sterk hagkerfi á borð við Ástralíu sem selja gríðarlegt magn hráefna til landins.

Í bandaríkjunum er stefna síðustu áratuga komin að leiðarlokum. Ekki er lengur unnt að kynda upp hagvöxt með vaxtalækkunum. Ástæðan er einföld: ofurskuldsettur almenningur getur ekki lengur tekið lán fyrir neyslunni sem á að skapa hagvöxtinn. Í ræðu sinni á flokksþingi Demókrata bað Clinton fólk um að veita Obama annað tækifæri og sagði að hann hefði lagt grunninn undir efnahagsbatann sem væri byrjaður þó að fólk finndi það ekki. Sjálfur sagði Obama svipaða hluti en hann tók líka skýrt fram að breytinga væri þörf og að gamli tíminn kæmi ekki aftur. Fjármálaskríbentar hafa lengi bent á að tölur um verðbólgu í BNA séu orðnar ómarktækar vegna nýlegra aðferða við verðbólgumælingar. Ef verðbólgan þar væri rétt mæld, eins og t.d með aðferðum sem notaðar voru fyrir nokkrum árum; þá kæmi í ljós að það er alls enginn hagvöxtur í landinu.

Þessi þrjú hagsvæði glíma því öll við svipað vandamál - sem er skuldakreppa. Ofan í kaupið sitja þau uppi með bankakerfi sem er samofið í gegnum afleiðusamninga sem tryggir dómínóhrun um víða veröld falli meðalstór banki. Sem kunnugt er þá eru engar skammtímaleiðir út úr þessu ástandi. Ég velti því jafnvel fyrir mér hvort að einhverjar leiðir séu yfirleitt færar - aðrar en að bíða eftir hruni og taka til við uppbyggingu að því loknu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 38898

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband