Um facebook

Viðskiptamódel facebook gengur út á að safna persónuupplýsingum notenda og selja áfram til þriðja aðila. Beint eða óbeint. Þetta hefur legið fyrir frá upphafi og markaðir hafa verðlagt fyrirtækið í samræmi við það. Tröllvaxinn verðmiði fyrirtækisins grundvallast á því að persónuupplýsingar milljarða manna, nánast heilu þjóðanna eru gríðarlega mikils virði fyrir auglýsendur og fleiri eins og nýleg dæmi sanna. Notendur vefsins eru því hráefnið, einskonar búpeningur -- en fyrirtæki,stofnanir og jafnvel áróðursveitur hinir raunverulegu viðskiptavinir.

Í þessu ljósi er furðulegt að að tala um persónuvernd í sömu setningu og facebbok þar sem reksturinn snýst einmitt um hið gagnstæða. Taki fyrirtækið sig til og fari að ástunda eitthvað í líkingu við raunverulega persónuvernd er viðskipamódel þess hrunið til grunna og þar með reksturinn í heild sinni. Yfirstandandi verðfall á hlutabréfum fyrirtækisins endurspeglar þennan veruleika.

Auðvitað reynir Mark Z. forstjóri facebook hvað hann getur til að reyna að varpa ábyrgðinni yfir á Cambridge Analytica og láta líta svo út að facebook snúist um eitthvað allt annað en einmitt að safna upplýsingum um notendur sína.

Þeir sem hafa minnstu áhyggjur af eigin persónuupplýsingum - eða yfirleitt hvernig persónuupplýsingar  eru meðhöndlaðar almennt ættu því að lágmarki að skrá sig út og eyða reikningum sínum á facebook. Fólk sem vill ekki blotna ætti ekki að fara í sund.

 

 

 

 


mbl.is Mark Zuckerberg rýfur þögnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þjónustan er ókeypis þá er aðgangur að viðskiptavininum söluvaran.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2018 kl. 00:15

2 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Lauakrétt Guðmundur. Takk fyrir innlitið.

Ólafur Eiríksson, 24.3.2018 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband