Hin fordómafullu skilaboð

Samkvæmt orðanna hljóðan og bókstaflegri merkingu er ekkert fordómafullt eða rasískt að segja sem svo; það er allt í lagi að vera hvítur. Það er nefnilega í góðu lagi að vera hvítur, svo hvert er vandamálið? Hér virðist það vera meint ætterni skilaboðanna fremur en skilaboðin sjálf. Að þau séu ættuð frá ætluðum kynþáttahöturum, svokölluðu Alt-Right í Bandaríkjunum og þá þarf ekki frekar vitnanna við, þessi saklausu skilaboð verða þar með fordómafull.  

Ég hef ekki nennt að athuga ætternið sérstaklega en ég hef séð því fleygt að þessi skilaboð eigi rætur að rekja til gárunga á stórri spjallrás á netinu; 4chan. Tilgangurinn er væntanlega sá að sýna fram á að ýmsir fulltrúar hinna talandi stétta sem og menntafólks sjást ekki lengur fyrir í hatrammri baráttu sinni fyrir fullkomnum heimi. 

Þeir sem ráðast harðast gegn þessum skilaboðum falla í gildruna og lenda jafnvel í þeirri vandræðalegu stöðu að verða sjálfir einskonar rasistar af því túlka má andsvör þeirra þannig að þeir telji ekki í lagi að vera hvítur. Nokkuð sem Rektor H.Í gerði ekki.

Kannski er það nostalgía, en mig grunar að fyrir nokkrum árum hefðu þessar orðsendingar verið afgreiddir með einni eða tveimur snaggarlegum setningum krydduðum af húmor. Í dag er það sennilega ekki hægt og varla óhætt að bregðast öðruvísi við en Rektor gerir hér með því að slá alla fyrirvarana og gefa út yfirlýsingar um að H.Í stefni ótrauður að fullkomnum heimi - fyrir alla. Samkór pólitískrar rétthugsunnar rúmar ekki falskar raddir í þessum efnum fremur en öðrum.

Í þessum fullkomna heimi verður vísast gott að búa; en mikið held ég að það verði leiðinleg veröld og gildir þá einu hvernig maður er á litinn. Þar sem sótthreinsa verður allt sem sagt er og hugsað.

Er til of mikils mælst að lýsa efir svolítilli kímnigáfu?

 

 

 


mbl.is Fordómafull skilaboð á háskólasvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2018

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 38831

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband