Gott að búa á Íslandi

Íslendingar hafa lengi verið meðvitaðir um að styrkir og framlög til stjórnmálamanna eru ekki sérlega góð latína fyrir lýðræðið. Þessi skoðun fékk ákveðna staðfestingu í hruninu og margir hafa sem betur fer áttað sig á því að fé auðmanna eða fyrirtækja á nákvæmlega ekkert erindi inn í stjórnmálin. Uppskeran er einfaldlega hagsmunapot og spilling.

Þessu er alveg öfugt farið í Bandaríkjunum enda eru stjórnmál stórveldisins löngu orðin leikhús fáránleikans. Tveir flokkar sem eru sitt hvor höndin á sama skrokki slá upp leiktjöldum og eru sammála um það eitt að vera ekki sammála um neitt -þrátt fyrir að stefnan sé nánast sú sama. Starf þingmanna þar vestra snýst nær alfarið um fjáröflun, ýmist fyrir flokkinn eða fyrir þá sjálfa svo að þeir nái nú kjöri næst. Við síðustu talningu voru 113 þúsund lobbýistar skráðir í Bandaríkjunum -já þetta er sérstök starfsgrein en þeim er víst skylt að skrá sig hjá yfirvöldum. Þeirra hlutverk er að múta þingmönnum til að knýja fram stefnumál kostendanna. Magnað fyrirkomulag svo ekki sé fastar að orði kveðið!

Það sem einna helst virðist sameina bandarísku þjóðina í pólitík er alger fyrirlitning á alríkisstjórninni og öllu klabbinu í Washington. Traust á þinginu og kerfinu í heild er við frostmarkið. Vitaskuld nálgast þó fólk þetta frá ólíkum sjónarhornum eftir smekk og geðþótta. Þannig telja sumir kerfið sokkið í sósíalisma og aðrir telja að kostendur ráði öllu. Menntaelíta vs fjármálaelíta. Hvorugt útilokar þó hitt. Heilt yfir er bandaríkjamönnum mjög uppsigað við skatta og það er líklega mjög skiljanlegt ef maður veltir því fyrir sér í hvað skattfé er notað þar vestra.

Nú steðja að forsetakosningar og það sem hæst rís er andúð þorra þjóðarinnar á frambjóðendum tvíflokksins. Bæði virðast hafa þröngan hóp stuðningsmanna sem nægir þeim til framboðs fyrir flokkinn á meðan restin af þjóðinni beinlínis hatar þau. Það væri auðvitað bara gaman að þessu ef ekki væri fyrir þá staðreynd að annað þeirra mun að öllum líkindum verma sæti valdamestu fígúru heims sem stýrir meðal annars 5000 kjarnorkusprengjum og hefur herdeildir á fæti um víða veröld í ólíklegustu ríkjum. Að auki er forseti bandaríkjanna það eina sem stendur á milli hagsmuna hernaðariðnaðarins heimafyrir og heimsfriðar yfirleitt. Gæfuleg staða það!

Sitjandi forseti fékk hvorki meira né minna en friðarverðlaun Nóbels í þann mund sem hann tók við embættinu - en samt standa nú bandaríkin fyrir viðamiklu vopnaskaki við bæjardyr Rússa. Sá leiðangur hefur verið stimplaður sem einskonar geðbilun af ýmsum bandarískum sérfræðingum í utanríkis- og varnarmálum og þeir velta fyrir sér hvort að markmiðið sé að knýja Rússa til átaka. Fyrst þetta gerist á vakt friðarverðlaunahafans þá vaknar spurningin hvað gerist ef aðrir taka við?

Við Íslendingar ættum að sýna þakklæti fyrir að Íslenska forsetaembættið er harla valdalítið og að allir frambjóðendur til kjörs forseta Íslands eru miklu betri valkostir en þeir sem bandaríkjamenn þurfa að kjósa um í nóvember.

 


mbl.is Trump ekki hæfur til að vera forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sitt lítið af hverju

Höfundur

Ólafur Eiríksson
Ólafur Eiríksson
Óbreyttur
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • hjólhýsi
  • ...dsc00019
  • ...dild_888966
  • ...thusundkall
  • ...slit_877880

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband